Viðskipti innlent

Ríkið leggur Byr og Spkef til samtals 1,7 milljarð

„Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt."
„Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt."

Eiginfjárframlag ríkisins inn Byr og Sparisjóði Keflavíkur (Spkef) nemur samtals rúmum 1,7 milljörðum kr. Í hvorn sparisjóð nemur framlagið 5 milljónum evra, eða um 860 milljónum króna. Bankasýsla ríkisins muni síðan taka ákvörðun um framtíðar fjármögnun sparisjóðanna.

„Ég á von á því að þetta muni ekki kosta ríkið neitt. Það er að vísu ákveðin áhætta sem ríkið tekur," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra.

„Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkisins vegna innistæðutrygginga þannig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar."

Í nýrri viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kom fram að kostnaður ríkisins vegna endurreisnar sparisjóðakerfisins myndi ekki fara yfir 1,5% af landsframleiðslu, eða 22,5 milljarða króna.

„Ég á von á því að það verði eitthvað lægra, ég á ekki von á því að svo mikið verði nýtt sem framlag ríkisins inn í sparisjóðakerfið," segir Gylfi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319