Innlent

Gylfi Arnbjörnsson: Það síðasta sem við þurftum var óvissan

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.

„Það er nokkuð ljóst að ákvörðun forsetans leiðir til enn meiri óvissu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að synja Icesave-lögum um staðfestingu.

Hann segir ríkisstjórnin augljóslega laskaða og nú bíði landsmanna ekkert annað en harðvítug pólitísk átök um Icesave; á meðan sitji heimilin og atvinnumálin á hakanum.

„Alþingi ætti að vera að fjalla um atvinnuleysi og greiðsluvanda heimilanna," segir Gylfi og bendir á að nú séu 16 þúsund manns atvinnulausir og þeim fjölgar á hverjum degi.

Þá berjast heimilin í bökkum vegna ástandsins og Gylfi telur nauðsynlegt að endurskoða lög um greiðsluaðlögun og finna lausnir fyrir greiðsluvanda heimilanna.

„Þetta er það sem Alþingi þarf að fjalla um en áfram verður tekist á um Icesave," segir Gylfi og bætir við að það beri mikið á milli manna í Icesave málinu og svo þarf að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Gylfi óttast að allt muni hverfast um það, á meðan sitja heimilin og hinir atvinnulausu á hakanum.

„Það síðasta sem við þurftum á að halda var óvissan," segir Gylfi að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×