Innlent

Síra Geir hlýðir tilkynningaskyldu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Biskup Íslands og Geir Waage sóknarprestur funduðu í morgun. Mynd/ GVA.
Biskup Íslands og Geir Waage sóknarprestur funduðu í morgun. Mynd/ GVA.

Síra Geir Waage, prestur í Reykholti, mun hér eftir sem hingað til hlýða þeirri tilkynningaskyldu og samsvarandi ákvæðum sem kveðið er á um í siðareglum þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu. Síra Geir fundaði með Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands í morgun.

Biskup Íslands áréttaði að allir prestar og starfsmenn þjóðkirkjunnar væru skuldbundnir þeim reglum. Enginn vafi eigi að ríkja í þeim efnum. Geir skrifaði grein í Morgunblaðið um helgina þar sem að hann sagði að þagnaskylda presta væri alger.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.