Innlent

Dregur úr skjálftavirkni undir Blöndulóni

Kortið sýnir skjálftana frá því í gær. Stjarnan sýnir skjálftana undir Blöndulóni.
Kortið sýnir skjálftana frá því í gær. Stjarnan sýnir skjálftana undir Blöndulóni.

Eftir tvo snarpa skjálfta, sem víðar varð vart í gærkvöldi, hefur dregið töluvert úr skjálftavirkni undir Blöndulóni, norðvestur af Hveravöllum.

Skjálftarnir tveir urðu með skömmu millibili á tíunda tímanum í gærkvöldi, annar upp á 3,7 á Richter og hinn mældist 3,1. Skjálftahryna hófst á svæðinu á þriðjudagsmorgun og höfðu tugir smáskjálfta mælst áður en stóru skjálftarnir urðu í gærkvöldi.

Ekki liggja fyrir skýringar jarðvísindamanna að svo stöddu. Blöndulón er 57 ferkílómetrar að stærð og er það í tæplega 500 metra hæð yfir sjávarmáli.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.