Viðskipti innlent

Kalli í Pelsinum grunaður um fjársvik og skuldar þrjá milljarða

Sigríður Mogensen skrifar

Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, sem nú hefur stöðu sakbornings vegna gruns um fjársvik við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins, hefur um árabil verið meðal umsvifamestu manna í fasteignabransanum á Íslandi. Veldi hans fylgja skuldir upp á yfir þrjá milljarða.

Karl Steingrímsson, oft kenndur við verslunina Pelsinn á Kirkjutorgi í Reykjavík, og sonur hans Aron Pétur voru yfirheyrðir í gær í tengslum við rannsókn efnahagsbrotadeildar á sölu stórhýsis til kínverska sendiráðsins.
Þeir eru grunaðir um fjársvik.

Karl hefur verið stórtækur við kaup og sölu á fasteignum og rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum. Í dag rekur hann ásamt syni sínum eignarhaldsfélagið Sundafasteign, sem á skrifstofuhúsnæðið við Sundagarða 2 í Reykjavík - þar sem Olís er meðal annars til húsa.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst á Karl auk þess fasteign og bílastæðahús við Grensásveg í Reykjavík og iðnaðarhús við Fiskislóð. Þá er Karl eigandi félagsins Eignamiðjan sem er með í byggingu lúxusblokk og verslunarhúsnæði að Tryggvagötu 18. Einnig á hann ásamt syninum Austurstræti 16, þar sem skemmti- og veitingastaðurinn Apótekið er til húsa.

En veldið nær út fyrir höfuðborgarsvæðið því feðgarnir Karl og Aron eiga líka stórt skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi, sem raunar er eitt stærsta hús bæjarins.

Umsvifum sem þessum fylgir skuldsetning en skuldir og ábyrgðir félaga í eigu Karls Steingrímssonar og fjölskyldu vegna áðurnefndra fasteigna nema á bilinu 3 til fjórum milljörðum króna samkvæmt nýjustu opinberu gögnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.