Innlent

Fimm milljarðar frá ESB til menntamála

Á undanförnum 15 árum hafa á fjórtánda þúsund Íslendinga fengið styrki frá Evrópusambandinu til að fara í starfsþjálfun og nám. Fjölbreytt verkefni styrkt segir verkefnisstjóri. Fyrirmyndarverkefni verða verðlaunuð í Ráðhúsinu í dag.
Á undanförnum 15 árum hafa á fjórtánda þúsund Íslendinga fengið styrki frá Evrópusambandinu til að fara í starfsþjálfun og nám. Fjölbreytt verkefni styrkt segir verkefnisstjóri. Fyrirmyndarverkefni verða verðlaunuð í Ráðhúsinu í dag.

Á þeim tæplega sextán árum sem liðin eru síðan Evrópusambandið fór að styrkja starfsmenntun og skólaverkefni hér á landi hafa tæplega fimm milljarðar króna að núvirði runnið til ýmiss konar verkefna hér á landi. Árangur starfsins verður gerður upp á afmælishátíð í dag.

„Stærstu áhrifin af þessu starfi hljóta að vera þau að gefa Íslendingum tækifæri til að sækja nám í öðrum Evrópulöndum," segir Dóra Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Menntaáætlun Evrópusambandsins.

„Íslendingar hafa fengið möguleika á því að fá styrki til náms, allt frá því að fara í viku námskeið og upp í að vera heilu árin í háskólanámi," segir Dóra.

Forverar Menntaáætlunarinnar, Leonardo da Vinci og Socrates áætlanirnar, tóku til starfa árið 1995, en runnu síðar inn í Menntaáætlunina. Alls hafa á fjórtánda þúsund Íslendinga fengið styrki til að fara í nám af ýmsu tagi.

Verkefnin sem hlotið hafa styrki hafa verið ótrúlega fjölbreytt, segir Dóra. Að þeim hefur staðið fólk sem starfar á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla, auk endurmenntunar og fullorðinsfræðslu.

„Það skiptir oft miklu máli fyrir venjulegt fólk að geta fengið námsstyrk og fara utan til að læra eitthvað nýtt, sem það gat kannski ekki áður. Þetta hefur opnað á ýmiss konar samskipti og leyft Íslendingum að sjá það sem aðrir eru að gera," segir Dóra.

brjann@frettabladid.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×