Innlent

Langt þangað til upptökurnar líta dagsins ljós

Rannsóknarnefnd Alþingis.
Rannsóknarnefnd Alþingis. Mynd/Stefán Karlsson

Allt að 80 ár geta liðið þangað til að eitthvað af hljóðupptökum Rannsóknarnefndar Alþingis líta dagsins ljós. Rannsóknarnefndin hefur tekið skýrslu af fjölda manna og voru viðtölin tekin upp.

Hljóðupptökur af skýrslutökunum verða síðan aðgengilegar á Þjóðskalasafninu eftir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem verður líklega birt í byrjun mars. Hins vegar má búast við að eitthvað á þessum upptökum hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar. Ef gögnin eru mjög viðkvæm þarf að meta það og geta liðið 80 ár að birtingu, samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.