Innlent

Benedikt Gröndal látinn

Benedikt Gröndal. F. 7. júlí 1924. L. 20. júlí 2010
Benedikt Gröndal. F. 7. júlí 1924. L. 20. júlí 2010
Benedikt Gröndal lést á hjúkrunarheimilinu Eir í morgun 86 ára að aldri. Benedikt er fyrrverandi forsætisráðherra og var fæddur á Hvilft í Önundarfirði þann 7. júlí 1924.

Benedikt kom víða við. Hann stundaði háskólanám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og framhaldsnám í Oxford. Hann var sem blaðamaður, fréttastjóri og var ritstjóri Alþýðublaðsins á árunum 1959-1969. Benedikt var formaður Alþýðuflokksins frá 1974 - 1980 og sat á þingi frá 1956-1982. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra og forsætisráðherra á árunum 1979 - 1980 og var síðar sendiherra í Svíþjóð, Austurlöndum og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Faðir Benedikts var Sigurður Gröndal og móðir hans Mikkelína María Sveinsdóttir. Eiginkona Benedikts heitir Heidi Gröndal og áttu þau saman þrjá syni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×