Innlent

Fjöldi kærumála tvöfaldaðist á tveimur árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Mynd/ GVA.
Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Mynd/ GVA.

Fjöldi kærumála til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra tvöfaldaðist á árunum 2007 til 2009. Þau voru 58 árið 2007 en 133 í fyrra.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild, segir að á meðal þessara brota séu um átta mál vegna gjaldeyrisbrota. Þá sé einnig um að ræða auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja. Í fyrra gaf embættið út 47 ákærur vegna efnahagsbrota.

Á meðal þeirra mála sem ákært var í á síðasta ári er mál gegn fyrrum sjóðsstjóra hjá Kaupþingi og verðbréfamiðlara. Því máli lyktaði með því að mennirnir voru dæmdir í átta mánaða fangelsi.

Fleiri fréttir

Sjá meira