Erlent

Íslendingar heppnir að fá ekki varðskip Breta á sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forseti Íslands á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands á Bessastöðum í dag.

„Það er rétt. Þeim verður sannarlega ekki hleypt inn í Evrópusambandið núna. Reyndar verða þeir bara heppnir ef við sendum ekki varðskipin á þá," segir Jeremy Warner, aðstoðarritstjóri breska blaðsins Telegraph, á bloggi sínu á vef Telegraph.

Hann segir að hann langi að hálfu leyti til þess að óska Íslendingum til hamingju með þá ákvörðun að staðfesta ekki Icesave lögin. Hann dáist að þeim sem sýni þeim löngutöng sem beiti alþjóðlegum þrýstingi. Sérstaklega í þessu tilfelli þegar Bretland beitti hryðjuverkalögum til að fá endurheimta peninga. Það hafi verið algjör smán.

Hins vegar séu Íslendingar að reyna að hlaupast frá skuldbindingum sínum. Ef Bretar höguðu sér með sambærilegum hætti myndi það stefna öllu fjármálakerfinu í voða. Warner spyr hvers vegna það ætti að hlífa Íslandi, einungis vegna smæðar landsins. Warner líkir ábyrgðum Íslendinga gagnvart Landsbankanum við ábyrgð Breta gagnvart Royal Bank of Scotland. Skuldbindingar Breta vegna Royal Bank of Scotland séu jafn sársaukafullar og skuldbindingar Íslendinga vegna Icesave.

„Ég er ekki fylgjandi kafbátaaðferðinni sem Bretland hefur notað til þess að fá peningana til baka. En ég er heldur ekki sáttur við þá hugmynd að Íslandi sé fyrirgefið misgjörðir sínar á meðan við hin þurfum að borga. Borgaðu herra Grímsson eða þorskurinn fær á baukinn," segir Warner.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.