Viðskipti innlent

Yfirtaka Deutsche Bank á Actavis lækkar erlendar skuldir verulega

Deutsche Bank hefur fengið leyfi frá Evrópusambandinu til að yfirtaka Actavis. Líklegt er að yfirtakan muni lagfæra erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins verulega.

Áður hefur komið fram að ef eignarhaldið á Actavis færist úr landinu muni erlendar skuldir þjóðarbúsins lækka um 800 milljarða króna eða rúmlega fjórðung. Heildarskuldirnar nema nú rétt rúmlega 3.000 milljörðum króna ef frá eru taldir bankar í slitameðferð.

Ekki er ljóst hvernig hin erlenda eignastaða breytist en hún mun einnig lækka verulega fari svo að eignarhald Actavis flytjist úr landinu. Seðlabankinn vill hinsvegar ekki gefa upp hvað upphæð hann skráir sem erlendar eignir Actavis í bókhaldi sínu um erlendu skuldastöðuna.

Erlendar eignir þjóðarbúsins nema tæpum 2.500 milljörðum kr. og leiða má líkum að því að þær færu niður í tæpa 2.000 milljarða kr. við yfirtöku Deutsche Bank á Actavis. Í fréttum á Reuters í vetur mátti sjá að Deutsche Bank sjálfur mat Actavis á um 3,5 milljarða evra eða rúmlega 500 milljarða króna.

Með yfirtöku Deutsche Bank myndi erlenda skuldastaðan því batna nettó um 300 milljarða króna eða 10% af heildinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.