Lífið

Daníel Ágúst í annarlegu ástandi - myndband

Við fengum að fylgjast með gerð myndbands í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi við nýtt lag, sem heitir Þriggja daga vakt, sem Gus Gus, Nýdönsk og Haltalín flytja saman. Eins og myndbandið sýnir dansar Daníel Ágúst söngvari með kassa á höfðinu.

„Við erum að gera hérna kynningarmyndband fyrir verslunarmannahelgina..." útskýrði Daníel en hann verður á Oddvitanum á Akureyri umrædda helgi ásamt hljómsveitunum Gus Gus, Nýdönsk og Hjaltalín.

Kassinn sem Daníel Ágúst dansar um með á höfðinu táknar ástandið sem fólk fer í um verslunarmannahelgina, sem er þriggja daga vakt, og svo þegar helgin er búin þá kemur fólk aftur út úr þessum kassa og lífið verður venjulegt.

Á Facebook er hægt að fá svona kassa til að setja sem prófílmynd hjá sér sem táknar hvað maður ætlar að gera um verslunarmannahelgina.

Þriggja daga vaktin á Facebook.

Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt.
Fleiri fréttir

Sjá meira