Innlent

Veiðiþjófi bjargað frá drukknun - myndband

Himbrimapar.
Himbrimapar. MYND/GVA

Fágætum veiðiþjófi var nýverið bjargað frá drukknun í Skorradalsvatni, eftir að græðgin hafði leitt hann í ógöngur. Þetta var himbrimi, sem hafði á flugi sínu séð glitra á spriklandi silung í neti út af strönd bæjarins Drageyrar, og stakk sér eftir honum.

Hann festist hinsvegar sjálfur í netinu, en að sögn Skessuhorns komu netaveiðimennirnir honum til hjálpar og náðu að greiða hann ómeiddan úr netinu. Hann varð frelsinu feginn, og ekki síður fuglaáhugamenn, því aðeins munu um 300 himbrimapör verpa hér á landi.

Myndband af björguninni má sjá hér.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×