Lífið

Rökkvi skorar á Dóra DNA í jújítsú

Gullverðlaunahafinn Rökkvi Vésteinsson hefur skorað á rapparann og uppistandarann Dóra DNA að mæta sér í jújítsú-glímu. fréttablaðið/vilhelm
Gullverðlaunahafinn Rökkvi Vésteinsson hefur skorað á rapparann og uppistandarann Dóra DNA að mæta sér í jújítsú-glímu. fréttablaðið/vilhelm
„Ef hann getur ekki pakkað saman hálfgráhærðum karli á fertugsaldri eins og mér ætti hann bara að skammast sín,“ segir uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur skorað á annan uppistandara, Dóra DNA, að keppa við sig í brasilískri jújítsú-glímu.

Rökkvi vann nýverið tvenn gullverðlaun á jújítsú-móti í Hafnarfirði og er því með sjálfstraustið í botni. Dóri hefur einnig stundað íþróttina auk þess sem hann hefur lýst bardagaíþróttum í sjónvarpi. „Maður er loksins farinn að vinna eitthvað á gamalsaldri. Betra er seint en aldrei,“ segir Rökkvi um gullverðlaunin sem hann vann í -81 kg flokki og í opnum flokki hvítra belta. Dóri er töluvert þyngri en Rökkvi og gæti viðureignin því orðið athyglisverð. „Ég veit ekki alveg hvað hann er góður í þessu en ég hugsa að hann sé tuttugu kílóum þyngri en ég. Þetta ætti að verða spennandi glíma ef hann tekur áskoruninni.“

Rökkvi vill ekki meina að allt púðrið myndi fara í að segja brandara í viðureign þessara tveggja uppistandara, en Dóri hefur stigið á svið fyrir hönd Mið-Íslands. „Það verður kannski fyrir bardagann og eftir hann. Ef maður nær yfirburðastöðu gæti maður kannski hæðst að honum.“

Í samtali við Fréttablaðið sagðist Dóri ekki ætla að taka áskoruninni en vildi annars ekkert tjá sig um málið. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×