Innlent

Einstaka öskusprengingar í Eyjafjallajökli

MYND/Vilhelm

Lítil virkni var í Eyjafjallajökli í dag þó vart hafi orðið við einstaka öskusprengingar. Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni fyrir daginn í dag segir að mesmegnis stígi vatnsgufa frá eldstöðinni og að greinilega sé mikið gas sjáanlegt umhverfis gíginn. Ellefu jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti undir eldfjallinu, en átta skjálftar mældust þar í gær.

Aðstæður á jöklinum eru svipaðar og í gær, metið út frá vefmyndavél og flugi, en jafnframt er hópur vísindamanna á jöklinum og sáu þeir einnig litla öskusprengingu í gígnum. Bláleitar gufur sjást greinilega úr flugvél og einni fannst sterk brennisteinslykt þegar flogið var suður fyrir eldstöðina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×