Innlent

Stjórnarþingmaður krefst afsagnar forsetans á Facebook

Ólafur Ragnar er misvinsæll í dag. Mynd/Facebook.
Ólafur Ragnar er misvinsæll í dag. Mynd/Facebook.

Þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, hefur bæst í hóp þeirra tæplega 1500 manna sem vilja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti. Vísir sagði frá því fyrr í dag að hópur væri kominn á Facebook sem krefðist þess að forsetinn segði af sér eftir að hann synjaði Icesave-lögunum í morgun.

Þá voru 600 manns búnir að slást í hópinn en hann hefur þegar tvöfaldað sig. Jónína er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem vill að forsetinn segi af sér, þar má einnig finna Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúa Vinstri grænna og ritara flokksins. Einnig má finna fjölmarga þjóðkunna Íslendinga.


Tengdar fréttir

Facebook hópur vill að forsetinn segi af sér

Áður en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá ákvörðun sinni varðandi Icesave lögin var vitað að ákvörðun hans yrði umdeild, hver sem hún yrði. Skömmu eftir að ljóst var að hann myndi ekki staðfesta hin umdeildu lög og þess í stað vísa þeim til þjóðarinnar var stofnaður hópur á Fésbókinni sem vill að forsetinn segi af sér. Meðlimum hópsins fjölgar ört og eru þeir nú orðnir tæplega 600 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×