Innlent

Þráinn Bertelsson genginn í VG

Þráinn Bertelsson sem kjörinn var á þing fyrir Borgarahreyfinguna en hefur verið utan flokka síðustu misseri hefur gengið til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Þetta var tilkynnt við upphaf þingfundar í morgun. Ekki hefur náðst í Þráinn í dag.

Í tilkynningu frá þingflokki VG er Þráinn boðinn velkominn í hóp þingmanna flokksins og fagnar flokkurinn liðsstyrknum sem honum fylgir.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.