Íslenski boltinn

Arnar Gunnlaugsson í Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Fram

Arnar Gunnlaugsson hefur skrifað undir eins árs samning við Fram en þetta kemur fram á heimsíðu félagsins.

Arnar lék með Haukum í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð en á að baki langan feril sem hófst hjá ÍA árið 1989. Arnar er 37 ára gamall.

Auk þess hefur hann spilað með FH, Val og KR hér á landi sem og félögum í Englandi, Hollandi, Frakklandi, Skotlandi og Þýskalandi.

Hann kom við sögu í átján leikjum með Haukum síðastliðið sumar og skoraði í þeim átta mörk.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.