Innlent

Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum

Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hugmyndir séu uppi um að opna spilavíti í húsakynnum Nordica við Suðurlandsbraut. Það er Icelandair sem vill reka spilavítið og hafa forsvarsmenn félagsins meðal annars fundað með stjórnvöldum.

Landlæknir, lögregla, ferðaþjónustan og SÁÁ eru með málið til umsagnar en umsagnir eiga að berast fyrir 12.febrúar næstkomandi. Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ er ekki hrifinn af hugmyndinni.

Hann segir að spilafíkn sé vaxandi vandamál um allan heim og Ísland sé þar ekki undanskilið. Ljóst er að menn hafa háleitar hugmyndir um rekstur spilavítisins og er talað um að hagnaðurinn verði skattlagður mjög hátt. Jafnvel er talað um að um 60% hans myndi renna til ríkissins.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×