Erlent

Börsen: Ísland hleypur frá breskri bankaskuld

Norrænir fjölmiðlar voru snöggir að greina frá niðurstöðu forsetans í Icesave málinu. Fyrirsögnin á stuttri frétt á börsen.dk er „ Ísland hleypur frá breskri bankaskuld".

Börsen segir að með ákvörðun forsetans hafi breskir innistæðueigendur enga möguleika á að fá endurgreidda þá 5 milljarða dollara sem þeir töpuðu á hruni íslenska bankakerfisins. Það er þvert gegn væntingum þeirra um endurgreiðslur.

Fyrirsögnin á vefsíðu Politiken er á svipuðum slóðum en hún er: "Ísland vill ekki borga breska bankaskuld". Á báðum miðlunum eru boðaðar framhaldsfréttir af málinu í dag.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×