Innlent

1448 mótmæla Magma-kaupum

Rétt fyrir klukkan eitt höfðu 1448 skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Jón Þórisson og Oddný Eir Ævarsdóttir fara fyrir undirskriftasöfnuninni en þau ætla að kynna áskorun sína á blaðamannafundi síðar í dag þar sem Björk mun taka lagið.

Undirskriftasöfnunin fer fram inni á vefsíðunni orkuaudlindir.is. Þar getur fólk skorað á stjórnvöld og um leið á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Björk sendi fjölmiðlum fundarboð fyrr í dag þar sem segir að innan fárra daga sé áætlað að samþykkja endanlega samninginn um kaup Magma Energy Sweden AB og HS Orku. Það leiði til þess að fyrrnefnda fyrirtækið fái einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda Íslendinga til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára.

Björk birtir jafnframt á heimasíðu sinni, bjork.com, spurningar á ensku og íslensku sem allar varða auðlindar og lýðræði á Íslandi og hvetur hún til gagnsærrar og opinnar umræðu.

Blaðamannafundurinn fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík klukkan fjögur í dag. Þar mun Björk flytja nokkur laga sinna í nýrri útgáfu.




Tengdar fréttir

Kaup Magma hugsanlega kærð til ESA

Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Keypti þrjú lögfræðiálit vegna Magma

Nefnd um erlenda fjárfestingu keypti þrjú lögfræðiálit vegna umsóknar Magma um kaup í HS Orku. Enginn nefndarmanna með lögfræðimenntun eða sérfræðiþekkingu á starfssviði nefndarinnar.

Enginn beitti sér óeðlilega í Magma-málinu

Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður í nefnd um erlenda fjárfestingu segir að samskipti sín og nefndarinnar við Efnahags- og viðskiptaráuneytið varðandi svokallað Magma-mál, hafi verið í góðum og eðlilegum farvegi. Enginn hafi beitt sér óeðlilega í málinu né reynt að hafa áhrif á niðurstöðu nefndarinnar, þvert á móti hafi nefndin notið velvildar í ráðuneytinu.

Björk mótmælir Magma

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla.

Málefnaleg viðmið

Í umræðum um kaup Magma á HS orku er stöðugt ruglað saman erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu og orkulindum. Nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. virðast hafa það á starfsskrá sinni að rugla fólk í ríminu um þessi efni.

Stjórnvöld vilja rifta kaupum

Ríkissjóður hefur ekki efni á að ganga inn í samning um kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku, að mati Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna og varaformanns fjárlaganefndar. Aðrar leiðir í málinu eru til skoðunar.

Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð

Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð og hana þarf að endurskoða sem fyrst að mati formanns Iðnaðarnefndar Alþingis. Fulltrúi sjálfstæðisflokks í nefndinni segir að Magma málið einkennast af pólitísku uppgjöri á milli stjórnarflokkanna.

Björk syngur á blaðamannafundi

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mun syngja á blaðamannafundi í dag klukkan fjögur þar sem þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun vegna áskorunar um orkuauðlindir Íslendinga. Mun hún flytja nokkur laga sinna í nýrri útgáfu.

Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi ekki Magma Energy Sweden

Fulltrúar iðnaðarráðuneytis leiðbeindu ekki eigendum Magma Energy Sweden um stofnun fyrirtækisins, til þess að það gæti á löglegan hátt fjárfest í HS.Orku, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Eru fjárfestar velkomnir?

Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld í ríki, sem þarf eins nauðsynlega á erlendri fjárfestingu að halda og Ísland, skuli leggja jafnmikið á sig og raun ber vitni til að hrekja erlenda fjárfesta frá landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×