Lífið

Friðrik Dór frumsýnir nýtt myndband á Óliver í kvöld

Friðrik Dór var valinn nýliði ársins á hlustendaverðlaunum FM957 nýverið. Í kvöld mun hann frumsýna nýtt myndband við lagið „Fyrir hana“
Friðrik Dór var valinn nýliði ársins á hlustendaverðlaunum FM957 nýverið. Í kvöld mun hann frumsýna nýtt myndband við lagið „Fyrir hana“ Mynd/elly@365.is
„Mér líst alveg svakalega vel á þetta, það er mikið sumar og mikil gleði í þessu," segir Friðrik Dór sem heldur útgáfupartý fyrir nýtt myndband við lagið „Fyrir hana". Herlegheitin fara fram á Óliver í kvöld og verður myndbandið frumsýnt á milli hálf ellefu og ellefu.

Fjörið mun þá byrja á Óliver upp úr níu en Ingó úr Veðurguðunum mun spila á gítarinn fram eftir kvöldi ásamt því að Friðrik Dór tekur nokkur lög.

Lagið fyrir „Fyrir hana" er nýjasti smellur Friðriks Dórs en hann hefur áður gefið út lögin „Á sama stað" þar sem Erpur Eyvindarson rappaði með honum og lagið „Hlið við hlið", sem sló heldur betur í gegn.

Friðrik var valinn nýliði ársins á hlustendaverðlaunum FM957 nú á dögunum og segir hann að myndbandið vera hresst og skemmtilegt. „Ég er mjög sáttur með útgáfuna, það er hrikalega mikið sumar í þessu og mikið fjör," segir hann.

Það eru þeir Einar Smárason, Einar Bragi Rögnvaldsson og Fannar Scheving Eðvarsson sem gerðu myndbandið en þeir kumpánar gerðu einnig myndbandið lagið Jealousy með Haffa Haff sem vakti mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×