Innlent

Stuðningsmenn Gillz snúast til varna

Egill á dygga stuðningsmenn.
Egill á dygga stuðningsmenn.

Aðdáendur Egils „Gillzeneggers" Einarssonar, hafa brugðist ókvæða við mótmælaöldu sem hefur riðið yfir Facebook, vegna meintrar kvenfyrirlitningar einkaþjálfarans landsfræga. Ástæðan er samstarf hans við fyrirtækið Já um ritun símaskráarinnar.

Þegar hafa á sjötta hundrað manns skráð sig á Facebook-síðu honum til stuðnings. Hópurinn styður Egil til þess að rita símaskránna.

Hópur einstaklinga hafa mótmælt aðkomu Egils að símaskránni vegna ummæla sem hann hefur látið falla á heimasíðu sinni um konur og feminista.

Bloggfærslan sem um ræðir var skrifuð árið 2007 og var tekin út eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um hana. Þar var meðal annars farið ófögrum orðum um fyrrverandi þingmanninn, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.

Í færslunni stóð meðal annars: "Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér."

Í viðtali við Vísi í gær sagði Egill að sér væri gróflega misboðið vegna ummæla um að hann væri að hvetja til nauðgana. Hann sagðist ekki haldinn kvenfyrirlitningu, þvert á móti; hann elskaði konur.

Athygli vekur að andstæðingar Egils eru á fimmta hundrað. Þeir sem styðja Egil telja þegar á sjötta hundrað.


Tengdar fréttir

Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar

Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt.

Frægir gegn Gillz

Enn bætist í hóp óánægðra á Facebook vegna samstarfs Egils Einarssonar, oft kallaður Gillzenegger, við Já vegna ritun símaskráarinnar. Nú hafa á fimmta hundrað einstaklingar slegist í hópinn á Facebook. Um það bil jafn margir hafa skrifað nafn sitt á mótmælalista sem finna má á netinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×