Viðskipti erlent

Óttinn við gjaldþrot Grikklands, Portúgals og Spánar í hámarki

Skuldatryggingaálagið á Grikkland fór í 865 punkta í morgun sem er hækkun um 42 punkta frá því í gær.
Skuldatryggingaálagið á Grikkland fór í 865 punkta í morgun sem er hækkun um 42 punkta frá því í gær.

Samkvæmt mælingum gagnaveitunnar CMA hefur óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands, Portúgals og Spánar aldrei verið meiri meðal fjárfesta. Skuldatryggingaálag þessarar þjóða hefur aldrei verið hærra en það er í dag.

 

Skuldatryggingaálagið á Grikkland fór í 865 punkta í morgun sem er hækkun um 42 punkta frá því í gær. Álagið á Portúgal er 406 punktar og því orðið hærra en álagið á Ísland. Álagið á Spán stendur nú í 211 punktum.

 

Staða Grikklands fer nú hríðversnandi með hverjum deginum og reyna þarlenda stjórnvöld hvað þau geta til að bregðast við ástandinu. Í gærdag var sett bann á alla skortsölu á hlutabréfamarkaðinum í Aþenu en hlutabréf þar, einkum bankanna, hafa verið í frjálsu falli þessa vikuna. Bannið á að standa fram til loka júní í ár.

Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í ruslflokk. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins ruku upp í 24% í morgun.

 

Þá hafa verið fréttir í erlendum fjölmiðlum í morgun um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) ætli að bjóða Grikkjum meiri fjárhagsaðstoð en þá 15 milljarða evra sem rætt hefur verið um að AGS leggi landinu til.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.