Íslenski boltinn

Ray Anthony Jónsson valinn í A-landslið Filippseyja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson.

Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið valinn í A-landslið Filippseyja fyrir þrjá leiki í undankeppni Suðaustur Asíumótsins, AFF Suzuki Cup, sem fram fara í október en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ray á að baki leiki með 21 árs landsliði Íslands, faðir hans er íslenskur en móðir hans frá Filipseyjum sem gerir hann gjaldgengan í landsliðið. Filipseyingar eru í sæti 165 á styrkleikalista FIFA, 65 sætum neðar en það íslenska.

Filippseyjar mæta þar Austur-Tímor, Kambódíu og Kínverska Tapei í þremur leikjum þar sem tvö efstu lið riðilsins komast áfram í úrslitakeppnina þar sem bíða landslið Indónesíu, Malasíu, Mjanmar, Tælands og Víetnams.

Ray Anthony Jónsson er 31 árs gamall og einn reyndasti leikmaður Grindvíkur frá upphafi í úrvalsdeild. Ray Anthony lék 19 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og er kominn upp í 146 úrvalsdeildarleiki á ferlinum.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.