Viðskipti innlent

Ólafur ÓIafsson segist ekki hafa brotið lög

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, segist saklaus.
Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, segist saklaus.

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af kaupum Sheik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi.

Þar segir hann að aðkoma sín að kaupum Sheik Al-Thani í Kaupþingi hafi áður komið fram.

Hans hlutverk hafi verið að hjálpa til við að koma viðskiptunum á og vera milliliður í lánveitingunum. Hann segist ekki hafa átt hlut að hlutabréfakaupunum og það hafi aldrei staðið til að hann hefði fjárhagslegan ávinning af viðskiptunum.

Hann segist vera fullviss um að hann hafi engin lög brotið með aðkomu sinni að málinu og eigi ekki von á öðru en að vönduð rannsókn leiði hið rétta í ljós.


Tengdar fréttir

Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu

Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×