Lífið

Gleði og hamingja í opnunarpartí Kiosk

Hönnuðurnir sem reka Kiosk Búðardóttur voru að vonum ánægðir með kvöldið. 
fréttablaðið/rósa
Hönnuðurnir sem reka Kiosk Búðardóttur voru að vonum ánægðir með kvöldið. fréttablaðið/rósa

Verslunin Kiosk Búðardóttir, sem rekin er af tíu ungum hönnuðum, opnaði á fimmtudaginn. Verslunin er staðsett við Laugaveg 33.

Gleði og hamingja ríkti í opnunarteiti verslunarinnar Kiosk Búðardóttur, en verslunin er samstarfsverkefni þeirra Ásmunds Más Friðrikssonar, Eyglóar Lárusdóttur, Rebekku Jónsdóttur, Sævara Markús, Ýrar Þrastardóttur, Örnu Sigrúnu Haraldsdóttur, Hlínar Reykdal, Maríu Sigurðardóttur og Eddu og Sólveigar Guðmundsdætra.

Danski plötusnúðurinn Djuna Barnes þeytti skífum og af myndunum að dæma skemmtu allir sér hið besta. -sm

ungur tískuunnandi Eva mætti ásamt eins árs gömlum syni sínum, Gísla Marinó, á opnunina.
Fríða og maría björg létu sig ekki vanta á opnunina.


góðir gestir Arnar og Sæmundur voru á meðal gesta og skemmtu sér vel.
Anna Jóna og Kristín Ýr komu til að bera herlegheitin augum.Fleiri fréttir

Sjá meira