Innlent

Engin viðbrögð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Franek Rozwadowski ásamt Mark Flanagan.
Franek Rozwadowski ásamt Mark Flanagan.

Engin viðbrögð fást frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna synjunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave-lögunum svokölluðu. Þegar Vísir reyndi að hafa samband við Franek Rozwadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, þá fengust þau skilaboð að sjóðurinn hygðist ekki tjá sig um málið í dag.

Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun að endurskoðun AGS gæti farið fram í lok mánaðarins. Eftir synjun forseta er óljóst hvort úr því verður. Fyrri endurskoðun dróst um tíu mánuði vegna óvissu Icesave-samkomulagsins.

Þá kom fram á sænska viðskiptavefnum Dagens Industri og var haft eftir ónafngreindum embættismanni í finnska fjármálaráðuneytinu, að ákvörðun forsetans í Icesave málinu gæti seinkað lánunum frá hinum Norðurlöndunum til Íslands.

Embættismaðurinn segir að fulltrúar hinna Norðurlandanna ættu að hittast til að ræða stöðuna og endurmeta þau lánakjör sem Íslandi standi til boða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×