Innlent

Davíð Oddsson bauð Hreini að gerast Útvarpsstjóri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreinn Loftsson. Mynd/ Stefán.
Hreinn Loftsson. Mynd/ Stefán.
Davíð Oddsson bauð Hreini Loftssyni að gerast Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins haustið 1997. Þetta fullyrðir Hreinn í aðsendri grein á Pressunni.

Hreinn segir að þeir Davíð hafi átt langt samtal um þetta tilboð hans í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og fengið sér göngutúr um Þingholtin þar sem hann hafi áfram talað um þetta.

„Ég hafnaði boðinu skömmu síðar. Í fyrsta lagi vegna þess að það var ávallt stefna mín þegar ég gegndi pólitískum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem aðstoðarmaður ráðherra að nýta þá stöðu ekki sem stökkpall í embætti á vegum ríkisins. Í öðru lagi fannst mér það vera stílbrot að gerast kerfiskarl hjá Ríkisútvarpinu eftir að hafa gegnt formennsku í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þar sem verkið laut einmitt að því að koma verkefnum frá ríkinu og yfir til einkaaðila. Í þriðja lagi var lögmennskan mér hugleikin og mér leið vel á eigin vegum," segir Hreinn í pistlinum.

Árið 1997 var Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson var formaður útvarpsráðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×