Viðskipti innlent

Rekstrarlausnir Skýrr sameinast EJS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gestur Gestsson er forstjóri Skýrr.
Gestur Gestsson er forstjóri Skýrr.

EJS og rekstrarlausnir Skýrr hafa verið sameinuð undir nafni EJS, sem verður eftirleiðis rekið sem eitt af þremur tekjusviðum Skýrr. Sameiningin var tilkynnt starfsfólki í dag. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis Skýrr og EJS er um 470 talsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Með ákvörðuninni um sameiningu EJS og rekstrarlausna Skýrr í eitt svið innan Skýrr er verið að blása til sóknar og er hún tekin að vel athuguðu máli. Nú stefnum við saman besta fagfólki landsins í þekkingariðnaði á einn vinnustað þar sem mannauðurinn er helsta auðlindin. Starfsfólk EJS verður um 190 talsins og myndar núna stærstu einingu landsins í rekstri, þjónustu og sölu á rekstrarlausnum og vélbúnaði," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Sameinað fyrirtæki þjónustar þúsundir viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt eru tugþúsundir einstaklinga á neytendamarkaði að nota hinn vinsæla vélbúnað, sem EJS selur og þjónustar - meðal annars Dell, EMC, Oracle, TrendMicro, Microsoft og Cisco. EJS er með höfuðstöðvar við Grensásveg í Reykjavík og rekur tvær verslanir, þar og á Akureyri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.