Erlent

Þak féll á þúsund danska grísi

Björgunarmenn í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að bjarga þúsund grísum á svínabúi í Sindal, en í nótt féll þak á svínabúinu ofan á grísina. Vonast er til þess að um 80 - 90 prósent dýranna hafi lifað af en þakið, sem er um 700 fermetrar að flatarmáli, féll á þau vegna þess að mikill snjór hafði safnast á það í vetrarhörkunum sem geysað hafa í Danmörku eins og annars staðar í Evrópu undanfarna daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira