Innlent

Gömlu olíufélögin þurfa að greiða Vestmannaeyjum 14 milljónir

Olíufélögin skulu greiða Vestmannaeyjabæ 14 milljónir.
Olíufélögin skulu greiða Vestmannaeyjabæ 14 milljónir.

Ker hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. skulu greiða Vestmannaeyjabæ rúmar 14 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts samráðs á eldsneyti.

Það var Hæstiréttur Íslands sem kvað upp dóminn. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin skyldu greiða bænum 10 milljónir króna í skaðabætur vegna eldsneytis sem bærinn verslaði af félögunum.

Því hækkaði Hæstiréttur bæturnar um fjórar milljónir rúmar.

Sá hluti kröfunnar er varðar viðskipti á árinu 1997 og fram í febrúar 1998 reyndist hinsvegar fyrndur.

Þá fór Dala-Rafn ehf. einnig í skaðabótamál við sömu aðila. Það er útgerðafyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Fyrirtækið krafðist átta milljónir í miskabætur vegna samráðsins en Hæstiréttur sýknaði olíufélögin af kröfunni þar sem ekki þótti sannað að brotin hefðu beinst sérstaklega að Dala-Rafni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×