Lífið

Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni

Myndir/Thorgeir.com
Myndir/Thorgeir.com

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir, sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week og Martini á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í glæsilegan sýningarsal.

„Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið.

Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir.

Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum sýna, var stemningin gríðarlega góð.

Fleiri fréttir

Sjá meira