Innlent

Litháar sakfelldir í mansalsmáli

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. MYND/ÞÖK

Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur.

Þinghald í málinu er lokað og ekki vitað hversu þunga dóma þeir hlutu. Samkvæmt almennum hegningarlögum liggur allt að átta ára fangelsi við brotum af þessu tagi.

Íslenskur maður sem ákærður var fyrir að leggja þeim til húsnæði var sýknaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×