Innlent

Þingflokkarnir meta stöðuna

Þingfundir eru nú að hefjast hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum þar sem staðan verður metin í kjölfar ákvörðunar forseta um að synja lögum um ríkisábyrgð í Icesave-málinu staðfestingar. Þingflokkarnir funda sitt í hvoru lagi til að byrja með en síðan má gera ráð fyrir því að meirihlutinn hittist til að ráða ráðum sínum.

Aðspurð um framtíð ríkisstjórnarinnar í hádeginu vildi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekkert tjá sig og vísaði til þess að fyrst þyrftu þingflokkarnir að ræða saman.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×