Lífið

Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum

óhrædd Hlín hefur slegið í gegn með hispurslausum bloggfærslum um samskipti kynjanna. Hún segir ýmislegt mega betur fara í íslenskri stefnumótamenning - eða ómenningu eins og hún kallar hana stundum. fréttablaðið/valli
óhrædd Hlín hefur slegið í gegn með hispurslausum bloggfærslum um samskipti kynjanna. Hún segir ýmislegt mega betur fara í íslenskri stefnumótamenning - eða ómenningu eins og hún kallar hana stundum. fréttablaðið/valli

„Við ætlum að búa til stelpupartý. Þar sem stelpur eru með stelpum og ekkert er bannað,“ segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Bleikt.is, sem opnar á næstu vikum.

Hlín vinnur nú að opnun Bleikt.is, en vefurinn verður fyrst og fremst ætlaður konum. Hún tekur þó fram að karlmenn muni ekki síður hafa gagn að vefnum þar sem þeir geti séð það sem konur tala um þegar þeir eru víðsfjarri.

„Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum. Þær sem segjast ekki hafa áhuga á því eru að ljúga,“ segir Hlín, sem er 33 ára tveggja barna móðir og starfaði áður sem net- og dreifingarstjóri bókaforlagsins Sölku. „Karlmenn grunar ekki hversu svakalega frjálslegar við erum. Ef það kemur einn gaur í partýið þá breytist allt. Við elskum svona partý og stefnan er að það sé ekkert tabú og ekkert bannað.“

Aðspurð hvort kynlíf verði áberandi á vefnum segir Hlín svo vera. „Það er mikilvægt að konur séu meðvitaðar um kynferði sitt og séu stoltar að því. Við Þurfum ekki að berjast fyrir réttindum kvenna, við erum konur með réttindi,“ segir hún.

Hlín byrjaði að skrifa pistla á Pressunni í byrjun sumars og hefur síðan þá vakið mikla athygli. Hún er óhrædd við að tjá sig um samskipti kynjanna á hispurslausan hátt og hefur meðal annars skrifað um það sem konur þola ekki við karlmenn og atriði sem drepa möguleikann á öðru deiti eftir það fyrsta. Þá vakti pistill hennar kynþokka og greind kvenna gríðarlega athygli.

Á síðunni þinni eru ýmis ráð í sambandi við stefnumót sem maður hefði haldið að væru almenn skynsemi. Erum við í ruglinu að þessu leyti?
„Svolítið mikið. Mér finnst að íslensk deitmenning mætti batna. Það mætti ýmislegt breytast.“

En hvar lærðir þú? Bjóstu erlendis eða býrðu yfir mikilli reynslu af deitmenningunni á Íslandi?

„Ég þekki mikið af fólki sem hefur búið erlendis og þar virðast vera allt aðrar reglur en eru í gangi hér. Ég var gift í 10 ár, kom svo út á markaðinn og var í raun steinhissa á því hversu vanþróuð, stíf og ruglingsleg þessi menning, eða ómenning eins og ég kalla hana stundum, er. Hér fer fólk mikið á fyllerí til að kynnast fólki eða sofa saman og þetta er eitthvað svo sorglegt. Með síðunni ætlum við að breyta þessu.“

atlifannar@frettabladid.is
Fleiri fréttir

Sjá meira