Innlent

Jinky er ekki dóttir Bobbys Fischer

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Niðurstaða úr DNA greiningu á lífssýnum úr skákmeistaranum Bobby Fischers liggja fyrir. Niðurstöðurnar benda til þess að ekki sé skyldleiki milli Fischers og stúlkunnar sem sögð var vera dóttir hans, samkvæmt heimildum Vísis

Hæstiréttur úrskurðaði í júnímánuði að líkamsleifar Fischers skyldu grafnar upp í þeim tilgangi að fá lífsýni úr honum. Ástæðan var deila um arf Fischers en hin fillipsseyska Marylin Young fullyrti að hún ætti dótturina Jinky Young með Fischer.

Niðurstaða krufningarinnar var afhent í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, eftir því sem fram kemur á fréttavef RÚV.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×