Innlent

Forsetinn sendir samúðarkveðju til Chile

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Chile, Michelle Bachelet, samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni vegna jarðskjálftanna í landinu.

Í kveðjunni lýsir forseti þeirri von sinni að samstaða Chilebúa og alþjóðlegur stuðningur muni draga úr þeim hörmungum sem jarðskjálftarnir hafa haft í för með sér. Hann bætir því við að hugur Íslendinga sé með fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.