Viðskipti erlent

SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports

Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Rannsókn sérstaks saksóknara beinist að hlutafjárhækkun Exista í desember 2008 og viðskiptum með hluti Exista í Bakkavör.

Rannsókn Serious Fraud Office beinist að viðskiptum með hluti Exista í JJB Sports.

Starfsfólk Exista aðstoðar starfsmenn embættanna við gagnaöflun og er embættunum innan handar við rannsókn málanna samkvæmt tilkynningunni.

Chris Ronnie, fyrrum forstjóri JJB Sports, er til rannsóknar vegna gruns um ólöglegan flutning á eignarhlut sínum í verslunarkeðjunni til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman.

Þá er einnig verið að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum verslunarkeðjunnar og leka á upplýsingum úr bókhaldi hennar áður en milliuppgjör var birt í september 2008.

Eignarhaldsfélag í eigu Chris Ronnie skuldaði Kaupþingi á Íslandi tæpa 30 milljarða þegar það fór á hausinn í janúar síðastliðnum.

Þá er efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar einnig að rannsaka meint samráð á milli JJB Sports og verslunarkeðjunnar Sports Direct International.


Tengdar fréttir

Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports

Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi.

Húsleitir hjá Existu og í London

Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×