Innlent

Ásakanir kalla á hreinsanir

Pétur bürcher og Jóhannes gijsen Bürcher segir kaþólsku kirkjuna ekki hafa vitað af ásökunum um kynferðislega misnotkun á hendur fyrrverandi biskupi kirkjunnar.
Pétur bürcher og Jóhannes gijsen Bürcher segir kaþólsku kirkjuna ekki hafa vitað af ásökunum um kynferðislega misnotkun á hendur fyrrverandi biskupi kirkjunnar.

Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétur Bürcher, segist ekki hafa vitað af ásökunum á hendur forvera hans í biskupsstóli, Jóhannesi Gijsen.
Gijsen hefur verið ásakaður um kynferðislega misnotkun gegn börnum í hollenskum skóla á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Núverandi biskup segir kaþólsku kirkjuna líta þessar ásakanir alvarlegum augum.

„Það er von kaþólsku kirkjunnar að málið verði til lykta leitt og að öllu réttlæti verði fullnægt," segir Bürcher.

Séra Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir mál tengd kynferðisbrotum hafa verið rædd innan kirkjunnar og ef slíkt komi upp muni stofnunin bregðast við á þann hátt að landslögum sé fylgt og réttlæti fullnægt, þannig að bæði gerendur og þolendur fái rétta meðferð.

Varðandi hrinu ásakana í kynferðisbrotamálum innan kaþólsku kirkjunnar um heim allan segir Rolland að slíkt sé merki um að breytinga sé þörf.

„Þetta kallar á hreinsanir innan kirkjunnar," segir hann. „Að halda betur utan um rekstur hennar og að starfsmenn haldi sig við skírlífisheit sitt." Rolland segir ekkert tilfelli um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hafa komið upp hér á landi, að kirkjunni vitandi. - sv

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.