Innlent

Samfylkingin fékk mest fimm milljónir

Samfylkingin fékk fimm milljón króna framlag frá einu fyrirtæki árið 2006 samkvæmt heimildum Vísis. Ekki er ljóst hvaða fyrirtæki studdi flokkinn svo rausnarlega en Jóhanna Sigurðardóttir hét því í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún myndi reyna að opna fyrir bókhald flokksins árið 2006. Búist er við því að bókhaldið verði ekki opnað fyrr en eftir helgi.

Flest framlög sem flokkurinn hlaut árið 2006, sama ár og sveitastjórnarkosningar fóru fram, voru frá fimm hundruð þúsund krónur upp í eina milljón. Þá voru einhver framlög frá fyrirtækjum sem voru frá 3 milljónum upp í 5 milljónir.

Kosið var til Alþingis vorið 2007. Það ár námu framlög lögaðila til Samfylkingarinnar tuttugu og þremur og hálfri milljón króna.

Alls safnaði flokkurinn 45 milljónum króna árið 2006

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.