Innlent

Tölvurefur ræðst á Náttúruverndarsamtök Íslands

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Tölvuþrjótur hefur ráðist á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þegar reynt er að fara inn á síðuna birtast skilaboðin HAcked by EJDER ;) - eins konar yfirlýsing hins sigri hrósandi tölvurefs.

Bilunin í vefnum sem tölvuárásin leiddi af sér hefur komið í veg fyrir að Náttúruverndarsamtökin gætu lýst ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja undirbúning að stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Samkvæmt tilkynningu sem Árni Finnsson, formaður samtakanna, sendi fjölmiðlum hefur verndun Þjórsárvera verið keppikefli náttúruverndarhreyfingarinnar á Íslandi um áratugi. Hann segir ákvörðunina mikinn sigur fyrir náttúruvernd eftir ríflega 30 ára baráttu.

Síðu samtakanna má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.