Viðskipti innlent

Brugga bjór á gömlum bóndabæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Einarsson, annar eigenda Ölvisholts brugghúss, segir að um það bil helmingur af framleiðslunni sé fluttur út.
Bjarni Einarsson, annar eigenda Ölvisholts brugghúss, segir að um það bil helmingur af framleiðslunni sé fluttur út.

Eigendur Ölvisholts brugghúss framleiða 300 þúsund lítra af bjór á ári í gömlu fjárhúsi og hlöðu í Ölvisholti í Árnessýslunni. „Það var búskapur þarna, en við breyttum húsnæðinu og settum upp framleiðslu," segir Bjarni Einarsson, annar eigenda brugghússins. Bjarni hafði getið sér gott orðspor sem eggjaframleiðandi og nautgriparæktandi þegar að hann ákvað fara út í bjórframleiðslu fyrir fáeinum misserum. Hann segir að hugmyndin hafi komið frá Jóni Elíasi meðeiganda sínum. Þeir hafi síðan ráðist í miklar framkvæmdir á húsnæðinu og verið komnir á markað á bjórdaginn, þann 1. mars 2008.

Bjarni segir að Ölvisholt selji rúmlega 50% af framleiðslunni á innanlandsmarkaði enn sem komið er. „En það stefnir hraðbyr í að við séum að flytja það mikið út að það verði meirihlutinn af okkar framleiðslu," segir Bjarni. Hann segir að bjórinn hafi hingað til verið seldur til Danmerkur og Svíþjóðar en vonandi muni Færeyjar og Kanada bætast við.

„Þetta er eina bruggverksmiðjan hér á landi sem er að framleiða sælkerabjór, sem er fyrst og fremst ætlaður með mat," segir Bjarni. Hann segir að fyrirtækið sé að setja á markað Freyju sem verði fyrsti íslenski hveitibjórinn. Þá sé fyrirtækið komið með vörulínu með fjórum vörumerkjum Freyju, Skjálfta, Móra og Lava. Framleiðslan sé þá alveg farin úr léttum bjór og yfir í bragðmeiri tegundir.

„Við erum að sinna okkar markaði hérna heima og erum að vinna mjög náið með matreiðslumeisturum og neytendum í að þróa þessa vöru þannig að hún nái bólfestu sem fyrsta flokks íslensk vara," segir Bjarni. Þá sé unnið að markaðsstarfi erlendis jöfnum höndum. Ölvisholt sér ekki um dreifingu á bjórnum heldur sömdu þeir við K Karlsson um alla sölu og markaðssetningu. Eigendum Ölvisholts hefur verið boðið á hátíð fyrir dökka bjóra sem haldin verður í Gautaborg í október. Þar verður Lava, sem er eitt af vörumerkjum Ölvisholts, í aðalhlutverki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.