Innlent

EES-samningurinn ekki í hættu vegna Icesave

Mynd/Stefán
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki í hættu náist ekki niðurstaða í Icesave málinu. Hann segir segir slíkt fráleitt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur út í málið á þingfundi í dag.

Haft var eftir Eiríki Bergmann, dósent og forstöðumanni Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, í Fréttablaðinu í dag að Ísland

uppfylli ekki skilyrði EES-samningsins og hafi ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu.

Vigdís sagði spunameistara Samfylkingarinnar halda upp hræðsluáróðri vegna Icesave samkomulagins. Eðlilegra væri að endurskoða neyðarlögin því þau geri upp á milli þjóðernis fólks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×