Innlent

Skemmdarvargar skvettu málningu á hús Friðriks Sophussonar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd af skemmdarverkunum sjást greinilega á mynd sem fylgdi fréttatilkynningu hópsins.
Mynd af skemmdarverkunum sjást greinilega á mynd sem fylgdi fréttatilkynningu hópsins.

Skemmdarvargar skvettu málningu á hús Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, aðfararnótt þriðjudagsins síðasta.

Í yfirlýsingu sem skemmdarvargarnir sendu frá sér undir yfirskriftinni „Við viljum líf okkar til baka. Frelsi okkar. byggðirnar okkar," segir að í nafni peninga og valds hafi Landsvirkjun markvisst eyðilagt íslenskar byggðir.

„Forstjóri fyrirtækis breytir ekki um persónuleika milli þess sem hann er í vinnu og heima. Hann er sá sami," segir meðal annars í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira