Innlent

Íslendingar óttast ekki flensufaraldurinn

Heimskort svínaflensunnar, reyndar frá 25. maí.
Heimskort svínaflensunnar, reyndar frá 25. maí.

Tæplega þrír fjórðu hlutar þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudag sögðust lítið óttast svínaflensuna sem nú herjar á landsmenn.

Aðeins um sautján prósent aðspurðra sagðist óttast flensuna mjög eða frekar mikið, en tíu prósent voru á báðum áttum.

Konur virðast frekar óttast flensufaraldur en karlar. Af þeim konum sem tóku afstöðu sögðust rúmlega 21 prósent óttast flensuna, en tæplega 13 prósent karla.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast rólegir yfir svínaflensunni, um 14 prósent sögðust óttast flensuna en 75 prósent óttast hana ekki. Um 21 prósent íbúa landsbyggðarinnar óttast flensuna, en 70 prósent óttast hana alls ekki.

Eðli málsins samkvæmt var lítill munur á svörum fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það sagðist styðja. Eina frávikið var að stuðningsmenn Framsóknarflokksins virtust frekar óttast flensuna en stuðningsmenn annarra flokka, en það gæti tengst rótum flokksins á landsbyggðinni.

Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Óttast þú svínaflensuna? Alls tóku 99,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×