Innlent

Reiknar með að einhverjir þingmenn VG styðji aðildarumsókn

Heimir Már Pétursson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Formaður Vinstri grænna reiknar með að einhverjir þingmenn muni greiða aðildarumsókn að Evrópusambandinu atkvæði sitt. Engir hlekki verði settir á þingmenn flokksins og vonandi eigi það einnig við þingmenn annarra flokka.

Það er við hæfi að á fyrsta ríkisstjórnarfundinum úti á landi ræddi ríkisstjórnin um samræmda sóknaráætlun fyrir landsbyggðina en forsætisráðherra kynnti einnig fjögur frumvörp um lýðræðisumbætur sem stjórnin vill fá í gegnum þingið. Ekkert af þeim málum komst í gegn fyrir kosningar en ríkisstjórnin er staðráðin í að koma þeim málum í gegnum sumarþingið.

„Ég geri mér vonir um að þetta fari í gegn. Á síðasta þingi var ljóst að fjórir af fimm flokkum voru sammála um að koma átti á stjórnlagaþingi en Sjálfstæðisflokkurinn var á móti," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

„Við ætlum ekki að gefast upp á þessum lýðræðisumbótum sem minnihlutstjórnin reyndi að koma í gegn en Sjálfstæðisflokkurinn kom því miður í veg fyrir," sagði Steingrímur J. Sigfússon.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði í útvarpi í dag að nokkrir liðsmenn vinstri grænna hefðu greinst ESB-jákvæðir. Aðspur hvort hægt væri að upplýsa um hverjir innan þingflokksins þetta væru sagði Katrín:

„Ég var þarna að vísa til flokksins en ekki þingflokksins en þessi tillaga mun að sjálfsögðu hljóta þinglega meðferð."

Steingrímur J. Sigfússon býst allt eins við því að einhverjir þingmenn greiði þingsálykturnatillögunni atkvæði sitt. „Að sjálfsögðu geri ég það og þaðv erður ekki farið í neina hausatalningu í því. Það er alveg skýrt að samviska hvers og eins ræður þarna og það verða engin handjárn og engir hlekki. Betra er að aðrir þingflokkar geri það líka."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×