Innlent

Yfirlýsing Kaupþings: Upplýsingar um lán brot á bankaleynd

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Merki Kaupþings í Lúxemborg.
Merki Kaupþings í Lúxemborg. Mynd/Björn Þór

Verið er að rannsaka uppruna upplýsinga um lántakendur Kaupþings sem birtust á heimasíðunni WikiLeak fyrir sólarhring, að því er fram kemur í yfirlýsingu bankans.

Fjármáleftirlitinu hefur verið gert viðvart um málið og farið fram á að upplýsingarnar verði fjarlægðar af heimasíðunni.

RÚV flutti fréttir af málinu í kvöld.

Í tilkynningunni kemur fram að upplýsingarnar séu trúnaðarmál og birting þeirra sé í andstöðu við ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki.

Bankinn telji ekki að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi erindi við almenning og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum.

„Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og

viðskiptavina. Með birtingu slíkra upplýsinga er því sambandi ógnað," segir í yfirlýsingunni.

Hana má lesa í heild hér að neðan.






Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×