Enski boltinn

Ferguson þarf að breyta um leikaðferð víst að Ronaldo er farinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að brotthvarf Cristiano Ronaldo þýði að United-liðið muni spila öðruvísi leikaðferð á næsta tímabili.

Ferguson notaði oft þrjá miðjumenn á síðasta tímabili til þess að gefa Ronaldo meira frjálsræði. Um leið tryggði hann það að miðjumenn liðsins lokuðu vel svæðunum á bak við Portúgalann. Ronaldo blómstraði í þessari stöðu og skorað yfir 60 mörk á síðustu tveimur tímabilum.

„Það er augljóst að það er mikill missir að fá ekki lengur öll þessi mörk frá Cristiano. Við verðum samt bara að fá þessi mörk annarsstaðar frá. Stuðningsmenn okkur munu því sjá okkur spila öðruvísi leikstíl á þessu tímabili," sagði Ferguson.

„Við þurfum að skora um hundrað mörk á heilu tímabili og við stefnum að því að ná því á ný. Ef við ætlum að vinna deildina aftur og komast langt í Meistaradeildinni þá þurfa ákveðnir leikmenn að stíga fram," sagði Ferguson og bætti við.

„Við gátum áður fyrr alltaf treyst á mörk frá mönnum eins Paul Scholes, Ryan Giggs og David Beckham en undanfarin ár hafa miðjumenn okkar ekki verið að skora mikið. Ég vonast til þess að við getum fengið samanlagt 40 mörk frá mönnum eins og Park Ji-Sung, Nani, Luis Antonio Valencia og jafnvel strákum eins og Danny Welbeck og Federico Macheda," sagði Ferguson.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.