Innlent

Lögregla um land allt: Gengur eins og í sögu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögreglan á ferðinni.
Lögreglan á ferðinni. Mynd/GVA
Það var gott hljóð í varðstjórum lögreglunnar um allt land þegar fréttastofa hafði samband.

Lögreglan í Reykjavík segir umferðina út úr bænum vera bæði þétta og þunga, en allt gangi hins vegar eins vel og mögulegt er.

Á Selfossi fengust þær upplýsingar að umferð væri afar mikil milli Selfoss og Hveragerðis, og gengi hægt en stóráfallalaust. Einn þriggja bíla árekstur varð við Hveragerði eftir hádegisbilið, en hann mun hafa verið minniháttar og slys á fólki engin. Lögregla telur að umferðarhnúturinn gæti farið að leysast með kvöldinu.

Á Akureyri mun talsverð umferð vera um bæinn, en þar urðu tvö minniháttar umferðaróhöpp í dag sem bæði voru afgreidd með tjónaskýrslum. Varðstjóri segir allt hafa gengið eins og í sögu í bænum enn sem komið er.

Þá segir lögreglan í Vestmannaeyjum að allt gangi mjög vel og engin óhöpp hafi orðið enn sem komið er, dalurinn sé að fyllast af þjóðhátíðargestum og allstaðar þar sem litið er sé fáklætt fólk í hitanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×